Bedroom Community

Press Reviews for Theory of Machines

“STÆRÐFRÆÐILEGAR TILFINNINGAR”

Theory of Machines er önnur skífan sem útgáfan Bedroom Community sendir frá sér, en hún inniheldur tónlist hins ástralska Ben Frost. Þetta er einhvers konar raftónlist sem sækir í tilraunakennda nýklassík en einnig í óhljóðalist eða "noise." Frost vinnur mikið með stemningu, hann tekur sér góðan tíma í að byggja smám saman upp risavaxna hljóðveggi sem eru háværari en öll rokktónlist en miklu líklegri til að koma manni úr jafnvægi. Hann leikur sér með andstæður, fer úr heilmiklum hávaða yfir í illgreinanlegt suð á örfáum sekúndum og leggur síðan grunninn að næsta turni stein fyrir stein. Rýmið skipar stóran þátt í tónlistinni og nákvæm hlustun í heyrnartólum birtir hlustandanum heilu hljóðborgirnar þar sem hvert herbergi er áþreifanlegt og hefur eigin hljómburð. Mörg hljóðanna hafa verið afmynduð á einn hátt eða annan, trommur og gítarar verða bjöguninni að bráð, og arkitektúr borgarinnar er ansi framandlegur fyrir vikið.

Frost byrjar á titillagi plötunnar þar sem gítar fær að gutla á sjöttu mínútu með síauknum styrk áður en nær óþekkjanlegar trommur bætast við og magnast, magnast, magnast enn meir, þar til klippt er á allt saman. "Stomp" fylgir í kjölfarið. Það byggist á naumhyggjulegum raftrommum og afskræmdum gítar sem birtist óforvandis til allra átta. Lagið er fremur rólegt en stutt ris undir blálokin er allt að því óþægilegt áheyrnar, slík er spennan sem í því býr.

Undir laginu "We Love You Michael Gira" er taktfast píp sem minnir á hjartarita og gegn því teflir Frost fram því sem virðist vera algjör óreiða, handahófskenndur hávaði. Þannig dregur hann hið vélræna í hinu lífræna fram, snýr upp á væntingar okkar: hjartslátturinn er vélrænn en hávaðinn lífrænn. Smám saman leysir listin svo mörkin upp þegar píanóleikur leysir pípið af hólmi og strengir sjá fyrir tónbilum og laglínu.

"Forgetting You Is Like Breathing Water" er lokaverkið og lætur minnst yfir sér. Strengir feta sig smám saman upp tónstigann og röddunum fjölgar eftir því sem á líður. Maður gleymir sér og ellefu mínútur þjóta hjá eins og eitt magnþrungið augnablik. Það er algjör andstæða lagsins sem fer á undan, "...Coda," sem er hreinræktað hávaðarokk sem tekur innan við tvær mínútur að hafa áhrif. Lagið minnir um margt á lag sem kom út fyrr á árinu, "Mic Dictator of Love Anthem" með sveitinni Represensitive Man (kom út á Fjölskyldualbúmi Tilraunaeldhússins).

Það gefur þó ekki rétta mynd af plötunni að taka hana í sundur lag fyrir lag. Hér er raunverulega um fjörutíu mínútna heild að ræða þar sem hvert lag skipar jafnmikilvægan sess. Theory of Machines er stærðfræðilegt líkan eða borg: Verkið er þaulhugsað og útpælt, en virkar samt eins og það sé fljótandi og lífrænt. Frost leikur sér að tilfinningum okkar, eina stundina erum við hrædd, þá næstu sorgmædd, en við erum alltaf spennt (maður fær bókstaflega í magann af því að hlusta á þessa plötu og þarf jafnvel að leggjast fyrir). Hann hefur dottið niður á formúlu sem framleiðir tilfinningar. Í sem stystu máli er Theory of Machines það áhrifamesta sem undirritaður hefur heyrt í ár. Þar fyrir utan eru umbúðir einstaklega fallegar og eigulegar (en mjög skuggalegar og taugatrekkjandi), og útgáfan fær sérstakt hrós fyrir ítarlegan og vel skrifaðan texta sem fylgir plötunni. Meira af þessu, takk.

----------

English Translation

“ MATHEMATICAL EMOTIONS”

Theory Of Machines, written by Australian Ben Frost, is the second release from the Bedroom Community label.  The music is electronic in nature but references neoclassical music as well as noise-music. Frost works with atmosphere, taking all the time he needs to build enormous walls of sound that are louder than any rock 'n' roll but much more likely to throw you off balance. He plays with opposing forces, moving from very loud to obscure noise in a matter of seconds, while building the foundation for his next tower stone by stone. Space is a key element in the music, wherein whole soundscapes are revealed to the listener.  Whilst listening in headphones a whole city of sound unfolds, where every single room becomes tangible and has its own acoustic character. Many of the sounds used have been manipulated and processed; drums and guitars are distorted and the city's landscape is an exotic one as a result.

Frost starts the title track with tinkering guitar, which builds in volume and intensity for almost six minutes before almost unrecognizable drums are added into the mix; building, building and building even more, until everything goes silent. "Stomp" is the next track. It's based around a minimal electronic beat and a distorted guitar that unexpectedly appears all around the sound-space. The song has a rather slow tempo but a short peak near the end is almost uncomfortable to listen to, that's how intense it is.

A steady bleep, reminiscent of a heartrate-monitor carries through "We Love You Michael Gira" and here Frost also uses what appears to be total chaos, random noise, which allows him to explore the mechanical nature of the organic, completely reversing our expectations: the heartbeat is mechanical but the noise is organic. Eventually art itself blurs the lines when a piano replaces the bleep and strings provide melody and harmony.

"Forgetting You Is Like Breathing Water" is the final work on the album and is a more subdued affair. Strings glide slowly up the scale and the number of voices increases gradually. One forgets time and place and suddenly eleven minutes have passed like one majestic moment. It's the polar opposite to the piece before it, "...Coda," which is pure noise-rock that unfolds fully in its less than 2 minutes form. It is in some ways reminiscent of a song released earlier in the year by the band Represensitive Man; "Mic Dictator of Love Anthem" (Kitchen Motors' Family Album).

However, dissecting this record piece by piece does not do it justice. This is a forty minute cohesive body of work where each piece is equally important. Theory Of Machines is a mathematical model or a cosmos: the work is thought out from start to finish, but appears organic and liquid in nature. Frost plays with our emotions, one moment we are scared, the next we are sad, but we are always excited (this record makes you react physically in a literal sense, your stomach may ache or you might need to lie down). He's come up with a formula that manufactures emotions. In a word Theory Of Machines is the most striking record that I have heard this year. In addition to that the cover art is particularly beautiful and collectible (whilst creepy and nerve-wracking), and the label gets a big applause for providing thorough and well-written liner notes. More of this, please.

Atli Bollason

Morgunblaðið (December 23rd 2006) ★★★★★★★★★★

Mailing List

If you would like to receive news from Bedroom Community, please enter your e-mail address in the box below and press OK.

        

Upcoming events

Discography

The Centre Cannot Hold
Released on 29 September 2017
Order now

Threshold Of Faith EP
Released on 28 July 2017
Order now

The Wasp Factory
Released on 9 December 2016
Order now

V A R I A N T
Released on 8 December 2014
Order now

A U R O R A
Released on 26 May 2014
Order now

BY THE THROAT
Released on 9 November 2009
Order now

Theory of Machines
Released on 5 February 2007
Order now

On the web

Press tools

Listen in Pop-out player