Bedroom Community

Press Reviews for Speaks Volumes

ÞAÐ segir ýmislegt um menningarlandslagið að þessi plata hafi legið á botni póstkassans hjá mér fyrir nokkru. Ég er poppgagnrýnandi - ég hef vit á popptónlist, sögu hennar og listrænum viðmiðunum - og telst fyrir vikið hæfur til að leggja á hana faglegt mat. Ég er hins vegar ekki klassískur gagnrýnandi.

"Hvaða máli skiptir það?" liggur beint við að spyrja - "ertu kannski erindreki íhaldssamra menningarafla sem dregur listina í dilka og deilir henni milli stétta?" En málið er alls ekki svo einfalt. Klassísk tónlist lýtur öðrum lögmálum en popptónlist. Þar skipta endurtekningar, taktur, og texti minna máli. Grunneiningarnar eru aðrar, og viðmiðin sömuleiðis.

Þess vegna er áhugavert að handleika Speaks Volumes, nýútkomna plötu New York-búans Nico Muhly, og fjalla um hana með gagnrýnum hætti. Hljóðvinnsla plötunnar var í höndum Valgeirs Sigurðssonar sem er þekktastur sem samstarfsmaður Bjarkar Guðmundsdóttur og nú síðast Bonnie ‘Prince’ Billy. Í kynningarefni og umslagi plötunnar er mikið gert úr þætti Valgeirs við vinnslu plötunnar og hann sagður eiga engu minni heiður af heildaryfirbragðinu en tónskáldið sjálft. Platan er enn fremur fyrsta útgáfa nýs plötufyrirtækis hér í bæ, Bedroom Community, en téður Valgeir stendur á bak við það.

Rætur Valgeirs liggja í listrænni popptónlist, og plötunni er því beint til hlustenda sem þekkja til fyrri verka hans. En þetta er ekki poppplata fyrir fimmaur, ekki frekar en plötur Jóhanns Jóhannssonar eða Max Richter. Samt njóta verk þessara listamanna fylgis hjá fólki sem eyðir tíma sínum annars í Arcade Fire eða Clap Your Hands Say Yeah! Þetta er á endanum spurning um markhópa og markaðssetningu, og eins og staðan er í dag er Nico Muhly gjaldgengur við hliðina á Chelsea Girls og Pink Moon í iPoddum indíkrakkanna.

Það hlýtur að teljast afskaplega póstmódernískt, hér er ráðist af alefli á múrana sem aðskilja há- og lágmenningu, og atlagan virðist aldrei þessu vant ætla að ganga upp. Plötu Nicos fylgir einskonar stefnuyfirlýsing þar sem fram kemur að platan sé ætluð til heimahlustunar. Hún reynir m.ö.o. að slíta klassíska tónlist úr 19. aldar samhengi, þar sem tónlist er ætluð til lifandi flutnings og plötur þ.a.l. einungis tilraun til þess að endurskapa þann flutning. Hér er óhefðbundnum upptökuaðferðum beitt, klippt og skorið og ekki hikað við að bæta ýmsu flúri við eftir á. Það nægir ekki Nico að semja verk sem eru flutt einu sinni eða tvisvar við annan tug manna í Grafarvogskirkju, hann vill skilja eftir sig verk sem lifir með okkur hinum, verk sem lifnar við í hvert skipti sem ýtt er á play í stað þess að minna á dauða sinn. Verk sem er hægt að njóta á náttfötunum.

Og það tekst fullkomlega. Speaks Volumes er besta plata ársins hingað til. "Honest music" og "Keep in touch" eru bæði þess megnug að fá hlustandann til þess að gráta úr sér augun og rita heimspekiritgerð í kjölfarið. Söngur Antonys, sem heillar undirritaðan ekki stórkostlega á plötum hans sjálfs, er ótrúlegur í því síðarnefnda. "It goes without saying" er meistaraleg æfing í því hvernig endalaust má mála ofan í þegar þéttan hljóðvegg, og einleikur sellósins í upphafslaginu "Clear music" er vel úthugsaður, og ekki síður vel spilaður. Strax í upphafi gefur óhefðbundinn hljómur Valgeirs tónlistinni nánd sem kirkjuómur annarra klassískra platna nær ekki.

Ofangreint er einungis samtíningur - sannleikurinn er sá að eina leiðin til þess að skilja fegurðina (og snilldarlega útfærðan hugmyndafræðilegan grunninn) á Speaks Volumes er með því að hlusta - og skilja.

----------

English Translation

It says quite a lot about today's cultural landscape that this CD should find its way to the bottom of my mailbox a while ago. I am a pop critic - I am knowledgeable about pop music, its history and artistic criteria, and so am considered qualified to evaluate it professionally. I am, however, not a classical critic.

"Who cares", I suppose is the obvious question - "are you part of those conservative cultural forces that put art into boxes and divide it according to class?" But it's not that simple. Classical music obeys laws that are different from pop music. Repetition, rhythm, and lyrics are less important there.  The basic units of the music, and the criteria, are not the same.

This is why it’s interesting to review Speaks Volumes, the newly released CD of New Yorker Nico Muhly.  The sound production was done by Valgeir Sigurðsson, best known for his collaboration with Björk and, lately, Bonnie ‘Prince’ Billy. In the promotional material and record’s liner-notes much is made of Valgeir's part in it and the credit for the overall achievement is said to be just as great as the composers’.  The album is also the first release by a new Reykjavík-based label Bedroom Community, Valgeir’s own label.

Valgeir's roots lie in pop music, and so this record is directed towards listeners who know his earlier work.  But this isn't a pop record by any measure, no more than the music of Jóhann Jóhannsson or Max Richter. Yet these artists are popular among people who otherwise spend their time listening to Arcade Fire or Clap Your Hands Say Yeah! In the end it is a question of target audience and marketing, and in today's scene Nico Muhly is only a click away from Chelsea Girl and Pink Moon in the indie kids' iPods.

This must be understood as postmodernism's true incarnation; this is a forceful attack on the walls separating high and low culture, and for once the attack seems to be successful. Nico's album comes with a manifesto of sorts, which states that it is meant for home listening. In other words, it tries to break classical music away from its 19th-century context, in which music is only intended for live performance and recordings are merely an attempt to recreate that performance. Here, however, we have a CD made with novel recording methods; editing and cutting with various alterations added afterwards. It is not enough for Nico to compose works performed once or twice for two dozen people in a local church, he wants to leave a body of work that lives with the rest of us, work that comes to life every time you hit "play" instead of reminding one of its death. A work you can enjoy in your pajamas.

And he succeeds perfectly. Speaks Volumes is this year’s best record so far. "Honest Music" and "Keep in Touch" are both capable of making the listener to cry his eyes out and write a philosophy essay right afterwards. Antony's singing, which has not fascinated this critic on his own albums, is incredible in the latter.  "It Goes Without Saying" is a masterly exercise in how you can constantly add to an already thick wall of sound, and the cello solo in the opening "Clear Music" is well thought out, and no less well played. From the very start, Valgeir's novel sound gives the music a presence, which the church-like reverb of other classical CDs does not capture.

These are only fragmentary thoughts - the truth is that the only way to grasp the beauty (and the brilliantly executed ideological foundation) of Speaks Volumes is by listening - and understanding.

Atli Bollason

Morgunblaðið (October 17th 2006) ★★★★★★★★★★

Mailing List

If you would like to receive news from Bedroom Community, please enter your e-mail address in the box below and press OK.

        

Upcoming events

Discography

Drones
Released on 12 November 2012
Order now

I Drink The Air Before Me
Released on 6 September 2010
Order now

Mothertongue
Released on 25 May 2008
Order now

Speaks Volumes
Released on 25 November 2006
Order now

On the web

  • Find out more on Nico Muhly’s website
  • Check out Nico Muhly’s page on Facebook
  • Follow Nico Muhly on Twitter

Press tools

Listen in Pop-out player